Skip to main content
Category

04 Til aðstandenda

Krabbamein snertir alla ástvini. Þegar þú fréttir að einhver náinn þér sé með krabbamein getur það verið mikið áfall og það kallar á ýmsar spurningar. Ef þú ert maki eða náinn aðstandandi getur það haft í för með sér verulegar breytingar á þínu lífi, bæði félagslegar og fjárhagslegar. En fyrst og fremst snýst þetta um hvernig þú getur veitt hinum veika stuðning án þess að það komi niður á þér. Þér gæti þótt erfitt að umgangast krabbameinsveikt fólk, veist ekki hvernig þú átt að haga þér og hvað þú átt að segja.