Skip to main content

Gagnlegar síður

Hér að neðan má sjá ýmsar gagnlegar síður fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur. Undir gagnlegar síður eru íslenskar vefsíður og þjónustuaðilar en þar fyrir neðan eru ýmsar erlendar síður.
Krabbameinsfélagið

Krabbameinsfélagið

Fræðsla, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur.

Ljósið

Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.

SKB

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna miðast að því að létta börnum og fjölskyldum þeirra lífið​

Landspítali

Ýmsar upplýsingar sem og beint samband við krabbameinsdeildir og starfsfólk Landspítalans.

Sjúkratryggingar Íslands

Sjúkratryggingar greiða hluta af kostnaði eða allan kostnað þeirra sem eru sjúkratryggðir vegna heilbrigðisþjónustu.

Tryggingastofnun

Hlutverk TR er að framfylgja lögum um almannatryggingar og hverskyns félagslega
aðstoð.

Ungkræft í Danmörku

Félag fyrir ungt fólk með krabbamein á aldrinum 15 – 39 ára. Markmiðið er að styðja og hvetja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og vekja athygli á stöðu þeirra og þörfum.

Proof of life í Danmörku

Megin áhersla félagsins er endurhæfing í formi hreyfingar og útivistar fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein á aldrinum 18 – 40 ára. Öflugt félag með háleit markmið.

Ungkreft
í Noregi

Félagið er fyrir ungt fólk  sem greinst hefur með krabbamein á aldrinum 15 – 35 ára og aðstandendur. Lögð er rík áhersla á að lífið heldur áfram þótt maður  hafi greinst með krabbamein.

Sjukt Sprek í Noregi

Stuðningshópur í samstarfi við Ungkreft. Markmið félagsins er endurhæfing í formi hreyfingar og útivistar fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein á aldrinum 15 – 35 ára.

Ungcancer í Svíþjóð

Félag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þess. Markmiðið er að búa til samfélag, vekja fólk til vitundar um krabbamein í ungu fólki og vera rödd þeirra í samfélaginu.

Stupid cancer Bandaríkin

Bandarískt góðgerðarfélag sem hvetur ungt fólk áfram sem greinst hefur með krabbamein með nýskapandi aðferðum og þjónustu. Félagið er stærsta stuðningsnet Bandaríkjanna.

Healthtalk Bretlandi

Greinar og viðtöl við krabbameinsgreinda, aðstandendur þeirra og lækna í Bretlandi. Margverðlaunuð síða sem inniheldur reynslusögur greindra, aðstandenda og lækna.

Sylva í Finnlandi

Finnskt krabbameinsfélag fyrir börn og unga einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Sylva styður við greinda einstaklinga og aðstandendur þeirra.

Young Cancer í Finnlandi

Samtök fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Félagið er sprottið út frá Sylva og hefur það að markmiði að miðla upplýsingum og reynslu frá manni til manns – „frá ungum til ungra“.