„Jafningjastuðningurinn veitti mér von.”
„Ég er stuðningsfulltrúi í Stuðningsnetinu því ég sjálf nýtti mér jafningjastuðning þegar ég greindist og ég veit því hvað hann skiptir miklu máli.
Jafningjastuðningurinn sem ég fékk veitti mér von. Sú sem var stuðningsfulltrúinn minn hafði gengið í gegnum brjóstakrabbamein og lyfjameðferð og það gekk vel hjá henni. Það veitti mér von um að þetta yrði allt gott aftur og maður fengi lífið til baka. Það skiptir líka svo miklu mála að maður einangri sig ekki heldur þyggi hjálp og stuðning. Það var svo gott að hitta einhvern sem maður getur samsamað sig við og maður finnur samkennd með. Hitta einhvern sem er á svipuðu róli sem þú getur spurt spurninga og fengið svör frá.
Það er svo gott að heyra líka sögu annarra því þetta snýst allt um að maður sé ekki einn í heiminum með þetta.”
Anna Lára er stuðningsfulltrúi í Stuðningsnetinu