Skip to main content

Skráning í félagið

Fullgildir félagar eru þeir sem eru á aldrinum 18-40 ára og greinst hafa með krabbamein. Þeir geta verið fullgildir félagar til 45 ára aldurs. Aðstandendur* krabbameinsgreindra, 18 ára og eldri, geta orðið félagar í Krafti sama á hvaða aldri hinn krabbameinsgreindi er. Félagar geta einnig verið þeir sem hafa áður fengið inngöngu í félagið  en uppfylla ekki lengur skilyrði þess að vera fullgildir félagar. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa skuldlausir félagar.

Félagsgjald er greitt einu sinni á ári og er árgjaldið 2023/2024  4.500 kr. 

*Aðstandandi er einstaklingur sem á ástvin sem greinst hefur með krabbamein, hvort sem hann er með krabbamein, læknaður eða hefur látist af völdum krabbameins.

Registration form in English

Umsóknarform

Það þarf að fylla út reitir sem eru merktir *
Hakið í eftirfarandi: *
Kyn *
Close Menu