Stefna

Kraftur er klúbburinn sem enginn vill vera í en við tökum vel á móti ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum, veitum þeim stuðning og reynum að létta þeim lífið með fjölbreyttri þjónustu. Kraftur vill vera þungamiðjan í storminum sem félagsmenn okkar geta alltaf leitað til, vitinn í þokunni sem vísar veginn og krafturinn sem knýr áfram breytingar í samfélaginu sem bæta hag og velferð félagsmanna okkar.

Við styðjum við félagsmenn okkar með því að halda úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, fjárhagslegum stuðningi, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar og stuðla að samvinnu félagasamtaka, heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem koma að málefnum þeirra sem tengjast sjúkdómnum.

Gildin okkar

Stuðningur

  • Við brennum fyrir því að styðja við okkar fólk

Lífskraftur

  • Við höfum ástríðu, dugnað og vilja til þess að hafa áhrif og ná árangri

Heiðarleiki

  • Við erum raunsæ á aðstæður krabbameinsgreindra og aðstandenda

Jákvæðni

  • Við gleymum aldrei gleðinni