Kraftur í samstarfi við Krabbameinsfélagið býður upp á stuðning og ráðgjöf fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur. Hér að neðan getur þú valið og sótt um þann stuðning og ráðgjöf sem hentar þér.
Stuðningsviðtal – varst þú eða ástvinur að greinast?
Kraftur veitir viðtal til þeirra sem eru að fóta sig í nýjum aðstæðum í kjölfar greiningar. Í viðtalinu er farið yfir þá þjónustu og stuðning sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur sem og hluti sem vert er að hafa í huga í kjölfar greiningar.
Náms- og starfsráðgjöf
Hjá Krafti er starfandi nám- og starfsráðgjafi sem hægt er að leita til, til að fá aðstoð við að taka næstu skref í að fara aftur í nám eða vinnu eftir veikindi. Mögulega vilja einstaklingar breyta til eftir veikindin og þá er gott að fá góð ráð og sjá hvað er hægt að gera.
Markþjálfun
Hjá Krafti er starfandi markþjálfi. Hjá markþjálfa er hægt að fá aðstoð með að auka yfirsýn og bæta árangur bæði í einkalífinu sem og í starfi. Þroskandi og skemmtilegt ferðalag sem getur aukið sjálfsþekkingu og gefið skarpari sýn á þau verkefni sem eru framundan.
Ráðgjafar Krabbameinsfélagsins
Hjá Krabbameinsfélaginu starfar hópur ráðgjafa sem veita ýmiskonar fræðslu, ráðgjöf og stuðning við fólk sem greinist með krabbamein og aðtandendur. Þetta geta verið félagsleg úrræði og réttindamál svo sem veikindarétt, sjúkrasjóð sem viðkoma fjárhags – og félagslegum breytingum. Einnig aðstoða þau þá sem eru að takast á við erfiða líðan í kjölfar veikinda.