Skip to main content

Þjónusta

Þegar maður er ungur og greinist með krabbamein skiptir svo miklu máli að vita hvert maður getur leitað.
Félagið er fyrir fólk á aldrinum 18 – 40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur á öllum aldri alveg frá 18 ára og upp úr. 

Hjá félaginu geturðu fengið tækifæri að kynnast fólki í sömu sporum og taka þátt í alls kyns viðburðum. Hægt er að sækja um alla þjónustu félagsins undir hverjum þjónustulið hér að neðan.

Við mælum líka eindregið með að þú kynnir þér þá þjónustu sem er í boði hjá Krabbameinsfélaginu og Ljósinu.

Félagskort Krafts

Rafrænt félagskort í símann. Veitir ýmsa afslætti.

Fjárhagslegur stuðningur

Styrktarsjóður, styrkur til lyfjakaupa og styrkur til útfara.

Fræðsluvefur

Þar sem fólk getur leitað að ýmsu efni tengdu krabbameini.

Hreyfing og útivist

Vettvangur til að stuðla að bættri heilsu og vellíðan okkar.

Náms – og starfsráðgjöf

Eftir veikindi getur margt breyst og því gott að setjast niður og skoða framtíðina.

Réttindi & hagsmunir

Kraftur berst fyrir réttindum þínum og hagsmunum.

Stuðningshópar

Þar sem þú getur hitt jafningja í svipaðri stöðu.

Stuðningsnetið

Þar sem þú hittir einstakling á svipuðum aldri og sporum.

Stuðningur og ráðgjöf

Þú getur fengið ýmsan stuðning og ráðgjöf þér að kostnaðarlausu.