Skip to main content

Félagskort Krafts

Allir félagsmenn í Krafti sem hafa greitt félagsgjöld geta sótt rafræn félagskort í símann sinn. Með félagskortunum geta félagar okkar auðkennt sig þegar þeir eru t.a.m. að nýta sér lyfjastyrkinn hjá Apótekaranum en félagakortin veita líka rausnarlega afslætti hjá hinum ýmsu samstarfsaðilum sem vilja leggja sitt að mörkum til málstaðarins.

Félagskortin veita afslætti til að hvetja til hreyfingar, sjálfsræktar og útivistar sem og að skapa góðar stundir og minningar með ykkar nánustu. Við vonum svo sannarlega að félagskortin geti létt undir með félagsmönnum.

Hvernig fæ ég félagskort?

Félagsmenn fá sendan póst á skráð netfang þar sem þeir fá leiðbeiningar um hvernig þeir sækja félagskortin sín og hvernig þeir virkja þau í símanum.

Við hvetjum alla félagsmenn eindregið til að sækja félagskortin sín. Ef þú ert félagsmaður í Krafti og hefur ekki fengið tölvupóst með leiðbeiningum hafðu þá endilega samband við okkur.

Þegar þú hefur nálgast kortið þitt og hlaðið inn mynd geturðu farið að nýta þér kortið hjá hinum ýmsu samstarfsaðilum Krafts. ATHUGAÐU að stundum þarf kóða til að virkja afslætti á netinu og ef þú smellir á þrjá punkta sem eru í hring annað hvort efst á kortinu eða neðst þá færðu upp bakhlið félagskortsins og þar geturðu séð hina ýmsu kóða sem veita afslætti.

Við vekjum einnig athygli á því að ef félagsmaður verður uppvís um að dreifa kóðum til annarra gæti það leitt til þess að viðkomandi missi skírteinið sitt.

SAMSTARFSAÐILAR KRAFTS

Afþreying og ferðalög

Keiluhöllin


Keiluhöllin Egilshöll 
býður 25% afslátt af brautargjaldi Keiluhallararinnar.

Sjá opnunartíma á www.keiluhollin.is

Framvísa verður gildu félagskorti til að fá afsláttinn.

Gildistími: Út 31.12.2025.

Storytel

Storytel býður 30 daga fría prufuáskrift, eftir það tekur við hefðbundin áskrift. Þúsundir raf- og hljóðbóka inn í símann þinn.

Aftan á félagskortinu er hlekkur sem vísar í sér síðu þar sem hægt er að virkja tilboðið.

 

Gildistími: Út 31.12.2025.

Zipline Iceland

Zipline Iceland býður 35% afslátt af Zipline ferðunum hjá sér ef bókað er á netinu.

Afsláttarkóðinn er á bakhlið rafræna félagskortsins.

Gildistími: Út 31.12.2024.

Elding

Elding býður 20% afslátt af klassískri hvalaskoðun og lundaskoðun og 15% afslátt af bátsferðum út í Viðey, gegn framvísun félagskort Krafts. .

Gildistími: Út 31.12.2025.

Dekur, heilsa og sjálfsrækt

Flothetta

Flothetta býður 10% afslátt af vörum og gjafa- og áskriftarkortum í flotmeðferð sem hægt er að nálgast á heimasíðunni Flothetta.is

Upplýsingar um afsláttarkjörin er á bakhlið rafræna félagskortsins.

Gildistími: 31.12.2025

Heimilisþrif

Heimilisþrif  bjóða 30% afslátt af stökum þrifum.

Þú sérð upplýsingarnar á bakhlið rafræna félagskorts Krafts til að fá afsláttinn.

 

Gildistími: Út 31.12.2024.

Tropic

Tropic.is   býður 20% afslátt af öllum vörum.

Þú sérð kóðann á bakhlið rafræna félagskorts Krafts.

 

Gildistími: Út 31.12.2024.

KEY Natura

KEY Natura býður 20% afslátt af vörum sínum á vefversluninni sinni  www.keynatura.com 

Þú sérð kóðann á bakhlið rafræna félagskorts Krafts.

Gildistími: Út 31.12.2024.

Andri Iceland

Andri Iceland býður 20% afslátt af – Hættu að Væla Komdu að Kæla – kuldameðferð | Kuldaþjálfun.

Frítt í eitt skipti í Anda með Andra, frekari upplýsingar aftan á félagskortinu.

Við komu þarf einnig að framvísa gildu félagskorti í Krafti.

Gildistími: Út 31.12.2025.

Losti

Losti býður 20% afslátt af öllum vörum í verslun Losta, Borgartúni 3. Afsláttur gildir ekki af öðrum tilboðum.

Framvísa verður gildu félagskorti til að fá afsláttinn.

Gildistími: Út 31.12.2025.

Kvan

Kvan býður 20% afslátt af námskeiðum hjá sér með kóða þegar verslað er í gegnum heimasíðu Kvan kvan.is.

Þú sérð kóðann á bakhlið rafræna félagskorts Krafts.

Gildístími: Út 31.12.2025.

Eirberg

Eirberg býður 20% afslátt af skóm: Alta, Vivobarefoot, Gaitline, Brooks og Warmbat gegn framvísun á félagskorti Krafts.

 

Gildistími: Út 31.12.2025.

Líkamsrækt og útivist

Cintamani

Cintamani býður 20% afslátt af Cintamani vörum í verslun Cintamani, Austurhrauni 3.

Framvísa þarf gildu félagskorti til að fá afsláttinn.

Gildistími: Til 31.12.2024

Heilsuklasinn

Heilsuklasinn býður 50% afslátt af aðgangi að tækjasal, hvort sem er um mánaðaráskrift að ræða eða áskrift án uppsagnarfrestar til lengri tíma.

Hvammsvík

Hvammsvík   býður 20% afslátt af bókun í sjóböðin.

Þú sérð kóðann á bakhlið rafræna félagskorts Krafts.

Ath. að þessi afsláttur gildir ekki á gjafabréfum, viðburðum eða hópabókunum.

Gildistími: Út 31.12.2024.

VÖK baths

VÖK baths Egilsstöðum býður 15% afslátt af standard aðgangi ef bókað er inn á heimasíðuna www.vokbaths.is.

Afsláttarkóðinn er á bakhlið rafræna félagskortsins.

Gildistími: 31.12.2026

Jarðböðin við Mývatn

Jarðböðin við Mývatn bjóða 2 fyrir 1 af aðgangseyri Jarðbaðanna í Mývtnssveit.

Framvísa þarf gildu félagskorti í afgreiðslu til að fá sérkjörin.

Gildistími: Til 31.12.2025.

Skógarböðin

Skógarböðin Akureyri – bjóða 2 fyrir 1 af aðgangseyri í Skógarböðin.

Framvísa þarf gildu félagskorti í afgreiðslu til að fá sérkjörin.

 

Gildistími: Út 31.05 2025

Veitingar

Shake & Pizza

Shake and Pizza í Egilshöll býður 25% afslátt af matseðli.

Framvísa verður gildu félagskorti til að fá afsláttinn.

Gildistími: Út 31.12.2025.

Joe & The Juice

Joe & The Juice býður 15 – 30% afslátt af matseðli í appinu þeirra.

Upplýsingar um kóðann til að nota er að finna aftan á Félagskortinu.

Gildistími: Út 31.12.2025

Jómfrúin

Jómfrúin býður 20% afslátt af matseðli.

Gildir fyrir korthafa og fjóra gesti. Framvísa verður gildu félagskorti til að fá afsláttinn.

Gildistími: Út 31.12.2025.