Fjarþjálfun FítonsKrafts er þjálfun fyrir félagsmenn Krafts, bæði krabbameinsgreinda og aðstandendur.
Fjarþjálfun FítonsKrafts hentar þeim sem geta æft sjálfstætt eftir æfingaprógrammi og undir leiðsögn frá sérmenntuðum þjálfara. Fjarþjálfun er fyrir þá sem vilja æfa í sinni líkamsræktarstöð eða fyrir þá sem vilja æfa sjálfir heima og hentar einnig vel þeim sem búa út á landi.
Í fjarþjálfuninni er hægt að blanda saman mörgum tegundum af hreyfingu svo sem sundi, göngu, hlaupum og styrktaræfingum, allt eftir áhuga hvers og eins.
Hvað er í pakkanum:
- Viðtal við þjálfara
- Spurningarlisti
- Markmiðasetning
- Sérsniðið æfingaplan
- Æfingamyndbönd
- Eftirfylgni og beint samband við þjálfara FítonsKrafts í gegnum snjallforrit.
Hvernig fer fjarþjálfunin fram?
Við skráningu er sendur spurningalisti sem einstaklingur fyllir út og þjálfarinn hefur svo samband. Í boði er að hitta þjálfarann og fara yfir spurningalistann, markmiðin og æfingaplanið Samskiptin fara aðallega fram í gegnum snjallforritið Fjarmedferd. Hægt er að nálgast snjallforritið bæði í App store og Play store undir nafninu PT Assistance. Í snjallforritinu er bæði hægt að skoða myndbönd með æfingunum, haka við þær þegar þeim er lokið og er einnig þægilegt að hafa það við höndina við gerð æfinganna. Frekari upplýsingar sendir þjálfari eftir skráningu.
Atli, þjálfari FítonsKrafts, sér um fjarþjálfunina og hefur hann reglulegt samband til að athuga með framvindu (á 2 vikna fresti eða samkvæmt samkomulagi.
Æfingaprógrammið kostar 2.500 krónur önnin (jan-júní/sept-des).