Prjónauppskrift – Lífið er núna sokkar

kr.

Þú getur sýnt kraft í verki með því að prjóna ullarsokka fyrir unga einstaklinga sem greinast með krabbamein.

Sokkarnir fara í gjafapoka sem Kraftur gefur öllum þeim sem greinast með krabbamein á áldrinum 18-40 ára, en gjafapokann fær fólk afhentan á krabbameinsdeildunum.

Uppskriftin af sokkunum sækir innblástur í hönnun prjónalistakonunnar Tótu Van Helzing sem var félagsmaður í Krafti. Tóta greindist með illvígt krabbamein í byrjun árs 2021 þá nýorðin 31 árs gömul og lést í desember sama ár.

Hægt er að afhenda sokkana á flestar N1 stöðvar á landinu og Dropp kemur þeim svo endurgjaldslaust til okkar. ATH því miður er ekki hægt að skila sokkunum á N1 stöðvar í Reykjanesbæ og Staðarskála.

Frekari upplýsingar

Leiðbeiningar til þess að hlaða niður prjónauppskriftinni:

  1. Uppskriftin er sett í körfu. Uppskriftin kostar ekkert.
  2. (Hægt er að setja aðrar vörur einnig í körfu).
  3. Farið er í körfuna.
  4. Valið er sendingarmátinn „Sækja vöru í Skógarhlíð 8“ (sem kostar ekkert).
  5. Ýtt á „Ganga frá pöntun“.
  6. Fylltar eru upplýsingar um kaupanda.
  7. Hakað er í „
  8. Ýta á „Greiða“ (ATH ef eingöngu á að ná í prjónauppskrift kostar það ekkert).
  9. Þá er hægt er að hala niður uppskriftinni með því að ýta á hnappinn „Prjónauppskrift“, sjá:

ATH ef aðrar vörur eru keyptar með prjónauppskrift kemur niðurhalanlegur hlekkur með staðfestingar tölvupósti.

Þú gætir líka fílað...