Leitin af hringnum mun eiga sér stað 15. júlí næstkomandi þar sem við munum labba saman um ævintýraheim Heiðmerkur nánar tiltekið Hobbitastíginn þar sem við röltum um skóglendi, flatlendi og hraunbreiður. Ótrúlega skemmtileg leið sem hentar háum sem lágum þetta er um 4-5 km en rosalega margbreytileg leið og við meira að segja förum fram hjá Maríuhellum.
Komum saman og njótum þess að vera úti að hreyfa okkur í fallegri náttúru í útjaðri Reykjavíkur.
Við munum hittast á bílastæðinu rétt áður en þú kemur að hliðina að Heiðmörk – nánar tiltekið þessu bílastæði hér
Að klífa brattann er gönguhópur fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur sem Kraftskonurnar Ragnheiður Guðmundsdóttir og G.sigríður Ágústsdóttir leiða en þær hafa báðar notað útivist og fjallgöngur sér til endurhæfingar og sjálfseflingar í veikindum sínum.
Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.
Kraftsfélagar, fjölskyldur þeirra, börn og vinir eru hjartanlega velkomin. Endilega meldið ykkur á Facebook viðburðinum
Ragnheiður (sími: 663-9360) og Sirrý (sími: 660-4407)