AðstandendaKraftur er vettvangur fyrir aðstandendur sem eiga ástvin sem greinst hefur með krabbamein. Aðstandendahittingar eru einu sinn í mánuði á fimmtudagskvöldum frá kl. 19-21 í húsnæði Krafts, Skógarhlíð 8.
Þegar einhver í kringum þig greinist með krabbamein er það mikið áfall og getur kallað á ýmsar spurningar. Ef þú ert maki eða náinn aðstandandi getur það haft í för með sér verulegar breytingar á þínu lífi. Þá getur verið gott að hitta aðra í sambærilegum sporum sem deila svipaðri reynslu.
Við erum á fullu að vinna að dagskrá vorsins og munum uppfæra vefinn um leið og allt bókast.
Janúar:
16. janúar: Anda með Andra – Kraftur býður upp á sérstakan tíma fyrir aðstandendur fimmtudaginn 16. janúar kl 17:00 – skráning er hafin hér.
Febrúar:
13. febrúar: Anna Sigurðardóttir – sálfræðingur frá Samkennd heilsusetur fer yfir þá þætti sem mikilvægt er að aðstandendur hafi í huga til að koma í veg fyrir að brenna ekki út heldur haldi heilsu á meðan á umönnun aðstandandans stendur
Mars:
13. mars: Þorsteinn Guðmundsson sálfræðingur og leikari – kíkir í heimsókn og fer yfir hvernig hlúir maður að sjálfum sér á sama tíma og maður sinnir öðrum hér í Skógarhlíð 8 kl 19:00.
Apríl:
10. apríl: Auglýst síðar
Maí:
8. maí: Auglýst síðar
Frekari upplýsingar um viðburði verða settar inn á Facebook hóp AðstandendaKrafts og er hægt að óska eftir inngöngu í hópinn hér
Umsjón með hópnum hefur, Þórunn Hilda Jónasdóttir þjónustu- viðburðarstjóri Krafts sem hefur reynslu sjálf af því að vera aðstandandi. Hægt er að hafa samband við hana í gegnum thorunn@kraftur.org eða í síma 866-9600