Ber ég krabbameinið utan á mér? er yfirskrift næsta fyrirlesturs í fyrirlestraröð Krafts, Ungt fólk og krabbamein, sem haldinn verður þriðjudaginn 22. janúar 2019 í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8 kl 17.15.
Kristín Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Brjóstamiðstöð Landsspítalans fjallar um Fræðslu, ráðgjöf, eftirlit og stuðning í tengslum við sjúkdóma í brjóstum og meðferð vegna brjóstakrabbameins. Sérstakur gestur verður Elín Sandra Skúldóttir, félagi í Krafti, sem fjallar um eigin reynslu af brjóstakrabbameini og brjóstamissi.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og boðið verður upp á samlokur frá Joe and the juice.
Fyrirlestrinum verður streymt í beinni á netinu og mun einnig vera sýnt frá Krabbameinsfélaginu á Akureyri.