Laugardaginn 13. nóvember ætlum við að fagna vetrarbyrjun og skella okkur á skauta. Sama hvort þú hafir reynslu eða hafir aldrei stigið á skauta þá er þetta frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Skautar og hjálmar verða á staðnum fyrir alla sem þurfa. Einnig eru á staðnum jafnvægisslár sem hægt er að taka með sér út á ísinn.
Við mælum með að fólk klæði sig vel og gott að hafa á bak við eyrað að svellið gettur verið blautt
FítonsKraftur heldur mánaðarlega opna viðburði þar sem allir félagsmenn okkar geta komið og upplifað fjölbreytilega útivist og/eða hreyfingu. Viðburðurinn er opinn öllum en skráning er nauðsynleg því oft eru takmörkuð pláss í boði.
Atli Már Sveinsson þjálfari FítonsKrafts heldur utan um hópinn en hægt er að ná í hann í síma 663-2252 eða senda honum póst á fitonskraftur@kraftur.org
Hægt er að skrá sig í FítonsKraft hér og einnig geta þeir félagsmenn sem nýta sér námskeið FítonsKrafts óskað eftir inngöngu í FB-hóp FítonsKrafts.