Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

FítonsKraftur – ZIP line

19. október 2024 @ 13:30 - 14:30

FítonsKraftur býður krabbameinsgreindum félagsmönnum sínum ásamt einum aðstandanda að fara eina ferð með Mega Zipline, laugardaginn 19.október kl.13:30-14:30.

Mæting er kl.13:30 í móttöku Mega Zipline við Reykjadal, Árhólmar 1, 810 Hveragerð

Nánar um ferðina:

Ferðin byrjar í móttöku Mega Zipline við Reykjadal. Þar er farið yfir helstu öryggisatriði og farið í þann búnað sem við á. Allir gestir fá bæði belti og hjálm.

Frá móttökunni er ekið að Svartárgljúfri langleiðina upp að fallturninum og gengið síðasta spölinn upp með gljúfrinu. Sú gönguleið er um 600 metra löng og hækkun um 70 metra. Á gönguleiðinni er hægt að njóta stórkostlegrar fegurðar gljúfursins sem inniheldur m.a. fossa og stuðlaberg. Eftir um 10-15 mínutna göngu er komið að turninum þar sem flugstjórarnir taka á móti gestum. Farið verður yfir öryggisatriðin og tveir og tveir sendir á flug saman niður línurnar.

Sviflínan liggur yfir Svartárgljúfur frá toppi Kambanna við Hveragerði að kaffihúsinu við Reykjadal. Línurnar eru tvær, um kílómetri að lengd og liggja samhliða í að meðaltali 10°halla.

Á leiðinni eru sjálfvirkar myndavélar sem kvikmynda upplifunina. Þegar gestirnir lenda á lendingarpallinum eru nokkur skref aftur í móttökuna þar sem búnaði er skilað og gestum gefst færi á að nálgast myndbönd. Ef fólk vil fá sér hressingu fyrir heimför er hægt að stoppa á kaffihúsinu við Reykjadal.

Mikilvægt er að skrá sig HÉR og er skráningargjald fyrir hvern þátttakanda 3.500 kr. – Takmarkaður fjöldi.

ATH! ferðin gæti fallið niður vegna veðurs. 

Ef þú hefur skráð þig en forfallast, vinsamlegast láttu okkur vita með því að senda tölvupóst á kraftur@kraftur.org eða í gegnum síma 866-9600

Upplýsingar

Dagsetning:
19. október 2024
Tímasetning:
13:30 - 14:30
Vefsíða:
https://fb.me/e/5uS3bxWdV

Staðsetning

Árhólmar 1
Hveragerði, Iceland