Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Flotnámskeið – Slökun, vatn og vellíðan

29. október @ 18:30 - 19:30

Event Series Event Series (See All)

Kraftur býður félagsmönnum upp á flotnámskeiðið, Slökun, vatn og vellíðan (4 skipti) í umsjá Unnar Valdísar Kristjánsdóttur hjá Flotthetta.is.

Námskeiðið fer fram dagana 15. okt, 22.okt, 29.okt og 5.nóv, kl.18:30.

Um námskeiðið:

Þér er boðið í ferðalag inn í draumkennt ástand þyngdarleysis og djúpstæðrar tengingar við umvefjandi faðm vatnsins. Slakandi og nærandi námskeið undir handleiðslu Flothettu.

Hver stund er þematengd og stendur sem sjálfstæður viðburður þar sem að við tökum fyrir mikilvæg atriði á leið okkar í átt að aukinni sátt, kyrrð og meðvitund. Við lærum að gefa eftir og tengjast vatninu á djúpstæðan hátt og nálgast vatnið sem andlegan kennara. Markmiðið er að flæða saman með vatninu í fullkominni eftirgjöf og finna að krafturinn býr í kyrrðinni.

Flotmeðferðirnar fara fram í upphitaðri einkalaug: Mörkinni, Suðurlandsbraut 64.

Mikilvægt er að skrá sig HÉR og er skráningargjald fyrir hvern þátttakanda 3.500 kr. – Takmarkaður fjöldi.

Kraftur áskilur sér rétt á að forgangsraða nýgreindum og þeim sem ekki hafa farið í flot áður á námskeiðið.

Ef þú hefur skráð þig en forfallast, vinsamlegast láttu okkur vita með því að senda tölvupóst á kraftur@kraftur.org eða í gegnum síma 866-9600

Upplýsingar

Dagsetning:
29. október
Tímasetning:
18:30 - 19:30
Series:
Vefsíða:
https://fb.me/e/btcrh7q94

Staðsetning

Mörkinni, Suðurlandsbraut 64
Suðurlandsbraut
Reykjavík, 108 Iceland