Nú göngum við um Fógetastíginn í Gálgahrauni, á Álftanesinu Gangan er miðlungserfið 4,7 km og tekur um 1,5 klst. Lagt er af stað frá bílastæðinu við hringtorgið þar sem Vífilstaðavegur og Hraunholtsbraut mætast (https://goo.gl/maps/4tWGLgnRKYc3moXs5).
Komum saman og njótum þess að vera úti að hreyfa okkur í fallegri náttúru.
Kort af gönguleið:
Hittumst hér:
Að klífa brattann er gönguhópur fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur sem Kraftskonurnar Ragnheiður Guðmundsdóttir og G.sigríður Ágústsdóttir leiða en þær hafa báðar notað útivist og fjallgöngur sér til endurhæfingar og sjálfseflingar í veikindum sínum.
Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.
Kraftsfélagar, fjölskyldur þeirra, börn og vinir eru hjartanlega velkomin. Endilega meldið ykkur á Facebook viðburðinum
Ragnheiður (sími: 663-9360) og Sirrý (sími: 660-4407)