Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Hvatningarstöð Krafts í Reykjavíkurmaraþoninu

24. ágúst 2024 @ 8:30 - 13:00

Við hjá Krafti erum gríðarlega þakklát öllum okkar kraftmiklu hlaupurum og verðum að sjálfsögðu á hlaupadegi með brjáluð fagnaðarlæti á hvatningarstöð okkar og hvetjum hlauparana til dáða á hlaupaleiðinni!
Þessi dagur er alltaf algjör veisla og hvetjum við alla sem geta til að koma og vera með okkur! Upplifunin á hliðarlínunni er mögnuð og ógtrúlega gaman að sjá hlauparana peppast og fá auka orku í hlaupinu við fagnaðarlætin hjá því félagi sem þeir hlaupa fyrir.
DJ Atli Kanill mun spila fyrir okkur stuð tóna til að halda uppi stemningunni til að hvetja hlauparana okkar áfram. Einnig verður boðið upp á léttar veitingar.
Maraþonið og 1/2 maraþonið er ræst kl. 8:40 og 10 km. hlaupið er ræst kl. 9:40 svo gott er að mæta ekki mikið seinna en kl. 9:30. Starfsfólk og stjórn Krafts verður mætt kl. 8:30 á staðinn fyrir þá sem vilja mæta snemma til að hvetja maraþonhlauparana til dáða.
Minnum ykkur á lokanir gatna vegna maraþonsins en upplýsingar um það verða birtar síðar.
Endilega mæta í einhverju appelsínugulu og ekki verra ef þið eigið einhverjar hrisstur eða annað til að búa til fagnaðarlæti 🧡👏

Upplýsingar

Dagsetning:
24. ágúst 2024
Tímasetning:
8:30 - 13:00

Staðsetning

Austurströnd 7, 170 Seltjarnarnes
Austurströnd
Seltjarnarnes, 170 Iceland
+ Google Map