Þann 19. desember verður JólaJóga þar sem boðið verður upp á gongslökun og núvitund sem er tilvalið í jólaamstrinu. Oft getur maður gleymt sér í jólastressinu og þá er svo gott að staldra við og líta inn á við. Þess vegna er tilvalið að skella sér í slökun og núvitund svona korter fyrir jól. Tíminn verður haldinn í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar að Skógarhlíð 8.
Allir geta tekið þátt alveg sama þótt þeir hafi aldrei stigið á jógamottuna og er tíminn bæði fyrir alla félagsmenn Krafts og eru vinir og vandamenn líka velkomnir.
Félagar Krafts og jógakennararnir, Elín Skúladóttir og Hulda Hjálmarsdóttir. munu leiða tímann en þær hafa báðar notað jóga til að ná taki á kvíða og streitu.
Hlökkum til að sjá ykkur