Laugardaginn næstkomandi ætlar FítonsKraftur að hittast í körfubolta í íþróttahúsi Langholtsskóla. Brynjar körfuboltasnilli úr KR kemur og sýnir okkur hvernig á að gera þetta. Þetta er allt til gamans gert og engin skilda að kunna körfubolta. Bara mæta og hafa gaman 🙂
FítonsKraftur er endurhæfingarhópur fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein í formi hreyfingar og útivistar.
Þjálfari hópsins er Atli Már Sveinsson íþróttafræðingur og gefur hann frekar upplýsingar í síma 663 2252 eða getið sent póst á fitonskraftur@kraftur.org . Einnig er hægt að óska eftir inngöngu í FB hóp FítonsKrafts ef fólk vill taka þátt í starfinu.