Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Lífið er núna helgi á Sveitasetrinu Brú

8. nóvember 2024 - 10. nóvember 2024

Lífið er núna helgin er endurnærandi og uppbyggjandi helgi fyrir félagsmenn Krafts þar sem félagsmenn fá tækifæri til að staldra við í nærandi umhverfi, kynnast öðrum í svipuðum sporum og huga að því sem hlúir að og styður við lífsgæði. Helgin verður uppfull af fræðslu, náttúru, upplifun, skemmtun og slökun.

Að þessu sinni verðum við á Sveitasetrinu Brú í Grímsnesi og mun Áróra Helgadóttir sjá um að leiða vinnustofur helgarinnar. Áróra nýtir fjölbreyttan bakgrunn sinn sem náttúrubarn frá Vestfjörðum, heilbrigðisverkfræðingur, jógakennari, markþjálfi, auk þess sem hún styðst við núvitund og hugleiðslu og margt fleira inn í vinnustofur helgarinnar.

Dagskrá helgarinnar verður fjölbeytt en má þar nefna:

  • vinnustofur með Áróru tengdar sjálfsvinnu og sjálfsstyrkingu,
  • yoga,
  • kvöldvöku og pubquiz,
  • slökun og tíma til að njóta.

Skráning er nauðsynleg HÉR , takmörkuð pláss í boði.

*Krabbameinsgreindir félagsmenn geta tekið með sér aðstandanda en áskilur Kraftur sér rétt á að forgangsraða nýgreindum og þeim sem ekki hafa tekið þátt áður í Endurnærandi Lífið er núna helgi. 

Þátttökugjaldið fyrir helgina er 3500 kr. á mann og er innifalin gisting, matur og dagskrá.

Upplýsingar

Byrjar:
8. nóvember 2024
Lýkur:
10. nóvember 2024

Staðsetning

Sveitasetrið á Brú
Grímsnes, 805 Iceland