Í tilefni af vitundarvakningu Krafts bjóðum við uppá pop-up prjónaviðburð í Amtbókasafninu næsta laugardag, 8.febrúar, milli kl. 11 og 13.
Prjónurum bjóðum við að koma með prjónana með sér (sokkaprjóna nr. 4.5) og spreyta sig á nýrri sokkauppskrift byggða á verkum Tótu Van Helzing. Sokkauppskriftin er hluti af vitundarvakningu Krafts þar sem duglegir prjónarar um allt land eru hvattir til að prjóna ullarsokka til styrktar Krafti.
Garn verður á staðnum í boði ÍSTEX.
Sokkarnir fara í gjafapoka sem Kraftur gefur öllum sem greinast með krabbamein á aldrinum 18-40 ára. Gjafapokann fær fólk afhentan á krabbameinsdeildum þegar það mætir í meðferð eða í fræðsluviðtal til hjúkrunarfræðings.