Í tilefni af vitundarvakningu Krafts bjóðum við uppá pop-up prjónaviðburð í verslun Rammagerðarinnar, Laugavegi 31 (gamla Kirkjuhúsið) þann 9.febrúar milli kl. 13-15, en þar stendur nú yfir sýningin „House of Van Helzing“ eftir prjónalistakonuna Tóta Van Helzing.
Á viðburðinu mun Vala, systir Tótu leiða okkur í gegnum hugarheim Tótu Van Helzing og sköpunarferli hennar, en prjónalistaverkin eftir Tótu eiga sér enga hliðstæðu.
Prjónurum bjóðum við að koma með prjónana með sér (sokkaprjóna nr. 4.5) og spreyta sig á nýrri sokkauppskrift byggða á verkum Tótu Van Helzing.
Sokkauppskriftin er hluti af vitundarvakningu Krafts þar sem duglegir prjónarar um allt land eru hvattir til að prjóna ullarsokka til styrktar Krafti.
Garn verður á staðnum í boði ÍSTEX
Sokkarnir fara í gjafapoka sem Kraftur gefur öllum sem greinast með krabbamein á aldrinum 18-40 ára.
Gjafapokann fær fólk afhentan á krabbameinsdeildum þegar það mætir í meðferð eða í fræðsluviðtal til hjúkrunarfræðings.