Skip to main content

Að greinast aftur með krabbamein

Þú gætir orðið fyrir því að greinast aftur með krabbamein og þetta er eitthvað sem allir óttast. Margir tala um að þetta sé jafnvel erfiðari lífsreynsla en fyrri greiningin. Þú getur upplifað nýtt áfall, reiði, sorg og ótta. En það sem þú hefur nú en hafðir ekki áður er reynslan af því að greinast og fara í gegnum meðferð. Þú veist heilmikið um það og hvers er að vænta.

Þegar krabbamein greinist aftur getur það haft áhrif á flest í þínu lífi. Þú getur upplifað vonleysi og að þú hafir misst stjórn á hlutunum. Það er hins vegar ýmislegt hægt að gera til að vinna gegn þeirri líðan. Nýttu þér þá reynslu sem þú öðlast við fyrri greiningu til að takast á við þetta krefjandi verkefni. Í Stuðningsneti Krafts og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagins eru margir einstaklingar sem hafa greinst oftar en einu sinni og deila því sömu reynslu og þú. Gott er að leita til þeirra sem og fagaðila, eins og sálfræðings

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu