Skip to main content

Aðstandendur og sorgin

Öll erum við misjöfn og á sama hátt er mismunandi hvernig við syrgjum. Það er mikilvægt að þú gefir þér tíma til að syrgja og munir að það er eðlilegt að upplifa allskyns líðan og tilfinningar. Margir upplifa dofa fyrst eftir missinn en með tímanum verður missirinn oftast raunverulegri og þá geta ýmsar tilfinningar flætt að og líðanin orðið erfið. Þá er mikilvægt að þú hlúir vel að þér og reynir að finna þín bjargráð til að hjálpa þér að takast á við daginn. Mundu að flestir sem hafa gengið í gegnum missi hafa sagt að með tímanum hafi þeir aðlagast breyttri tilveru og fundið gleði í lífinu á nýjan leik. Það er hins vegar misjafnt hversu langur tími líður þar til að það gerist og er ýmislegt sem getur haft áhrif þar á. Mikilvægast er að þú sýnir þér þolinmǽði og mildi í sorginni.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu