Skip to main content

Andlegar afleiðingar krabbameins

Talið er að allt að helmingur þeirra sem greinast með krabbamein þjáist jafnframt af andlegum erfiðleikum í tengslum við veikindin. Álag sem fylgir alvarlegum sjúkdómi birtist í margvíslegum myndum og getur átt við bæði þann krabbameinsgreinda og aðstandendur.

Sem dæmi má nefna:

  • Tilfinningalegt uppnám
  • Kvíði og þunglyndi
  • Reiði
  • Sorg
  • Áhugaleysi og vonleysi
  • Þreyta
  • Einbeitingarskortur
  • Svefnleysi

Oftast er um að ræða tímabundið ástand sem gengur yfir. Engu að síður er mikilvægt að gera sér grein fyrir ástandinu, meðan það varir, og leita sér hjálpar. Það fer eftir eðli og orsök vandans hvert viðkomandi á að leita. Krabbameinslæknar, kvensjúkdómalæknar, þvagfæraskurðlæknar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og geðlæknar geta til dæmis unnið með mál sem tengjast þeirra sérsviði. Mikilvægt er að orða vandann og leita upplýsinga hjá fagaðilum. Kraftur býður til dæmis upp á endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu og jafningjastuðning.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu