Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Bjargráð við þreytu

Þreyta er ein af aukaverkunum og afleiðingum krabbameinsmeðferða en til eru ýmis bjargráð við þreytu.

 • Skipuleggðu daglega rútínu. Gerðu áætlun fram í tímann. Hafðu jafnvægi á milli virkni, hvíldar og svefns.
 • Forgangsraðaðu verkefnum, settu þau fremst sem eru mest aðkallandi. Frestaðu verkum sem ekki liggur á. Settu verk sem veita þér ánægju framarlega í forgangsröðina.
 • Fáðu opinbera aðstoð eða aðstoð frá fjölskyldu og vinum, við þau verk sem eru aðkallandi og þú treystir þér ekki í.
 • Gerðu verkefnin þegar þér líður sem best og gerðu eitt í einu.https://www.kraftur.org/?fraedsla=bjargrad-vid-threytu
 • Hvíldu þig á milli verkefna og leggðu þig á daginn án þess að það bitni á nætursvefninum. Viðhaltu góðum nætursvefni, fáðu aðstoð ef þú ert með svefntruflanir.
 • Nokkur ráð við svefntruflunum: Farðu í rúmið þegar þú ert þreytt/ur, notaðu rúm og svefnherbergi bara fyrir svefn og kynlíf, leggstu til svefns og vaknaðu alltaf á sama tíma.
 • Forðastu örvandi drykki eins og kaffi og aðra koffín- og orkudrykki fyrir svefn, slakaðu á í eina klukkustund fyrir svefn, lestu, gerðu slökunar- og/eða hugleiðsluæfingar (bæði á daginn og kvöldin).
 • Hreyfðu þig á hverjum degi eins og þú treystir þér til og getur, sem dæmi: Gönguferðir, hjólreiðar, sund og jógaæfingar. Æfingar úti í náttúrunni eru af hinu góða. Farðu í sérhæfða endurhæfingu ef þörf er á því. Vertu meðvituð/aður um hvernig þú beitir líkamanum.
 • Hugaðu að hollu mataræði og því að vera í kjörþyngd.
 • Dreifðu huganum með einhverju/m sem veitir þér ánægju, til dæmis tónlist, handavinnu, lestri og að vera í góðum félagsskap.
 • Ræddu við aðstandendur, vini og aðra um líðan þína. Vertu í stuðningshópi. Talaðu jákvætt til sjálfs þíns.
 • Leitaðu stuðnings ef sálræn vanlíðan er til staðar svo sem kvíði, ótti, depurð og vonleysi.
 • Leitaðu til læknis eða heilbrigðisþjónustunnar þegar það er nauðsynlegt.

Þetta gæti gagnast þér

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS