Skip to main content

Djúp öndun – hjálpar það?

Jógarnir kenndu að við lifum eins og við öndum. Ef ég anda hratt þá lifi ég hratt og oft ómeðvitað. Að hægja á önduninni, hægir á huganum, sem opnar fyrir innsæið. Djúp öndun hefur áhrif á næringarinntöku lungnanna og getur hjálpað við kvíða, þunglyndi, reiði og hvers kyns ósætti.

  • Sittu í þægilegri stöðu með bakið beint og andaðu djúpt að þér, andaðu svo frá þér hægt út um munninn með eins konar HA hljóði, eins og vindur eða sjávarniður.
  • Finndu kviðinn smám saman mýkjast og slakna.
  • Andaðu inn frá kviðnum og upp, eins og þú sért að fylla glas af vatni, og að ofan og niður, eins og að tæma glasið (fullkomin jógaöndun).
  • Finndu útöndunina lengjast smám saman, innöndunina dýpka og hugann kyrrast.
  • Gott að gera 3-20 sinnum.
  • Löng útöndun er einnig frábær leið til að róa hugann áður en maður sofnar og ef maður vaknar að nóttu.

Prófaðu að leita á internetinu að Yoga Nidra sem er forn jógaástundun eða jógískur svefn sem að losar um streitu og leiðir til vakningar varðandi öndunartækni, orku og líkamsvitund. Yoga Nidra er líka kennd á fjölmörgum jógastöðvum.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu