Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Ég er með krabbamein – hvað á ég að borða?

Krabbamein getur valdið breytingum á næringarástandi til dæmis vegna minni matarlystar og breytts bragðskyns. Þú gætir því þurft að neyta meiri orku í minna magni af mat. Heilsusamlegt mataræði er oft skilgreint sem dagleg neysla á ávöxtum, grænmeti og heilkornum, hófleg neysla á kjöti og mjólkurafurðum og lítil neysla á mettaðri fitu, sykri og salti.

Fólk með krabbamein hefur aukna þörf fyrir prótein og orku í sínu fæði en hversu mikið þörfin eykst er einstaklingsbundið og fer eftir tegund krabbameins og áhrifum á líkamann. Margir telja kolvetnasnautt mataræði (keto) geti haft áhrif á þróun krabbameinsfruma. Það er ekkert sem mælir gegn því að þú prófir þig áfram í mataræðinu en gott er að gera það í samráði við lækninn þinn eða næringarráðgjafa.

Þetta gæti gagnast þér

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS