Skip to main content

Ég var að greinast með krabbamein – hvað nú?

Viðbrögð fólks sem greinist með krabbamein eru mjög mismunandi. Hver og einn bregst við á sinn hátt. Öllum er mjög brugðið. Margir fá áfall og fyllast reiði og sorg. Sumir missa allan mátt og finna til dofa meðan aðrir taka fréttunum með meiri ró. Flestir upplifa samt öryggisleysi og vanmátt eftir greiningu. Allir upplifa bæði góða og slæma daga. Sumir dagar einkennast af bjartsýni og baráttuvilja, aðrir af vonleysi og depurð. Það eru eðlileg viðbrögð. En það getur engu að síður verið erfitt að takast á við slæmu dagana. Sumir draga sig í hlé og kjósa einveruna og það getur líka verið gott að eiga stund með sjálfum sér og hugsunum sínum. Ef þær stundir verða allsráðandi er mikilvægt að rjúfa þá einangrun og tala við aðra.

  • Gott er að tala við þá ástvini sem þekkja þig vel. Þeir eru góður stuðningur.
  • Talaðu við hjúkrunarfræðing og lækni. Þeir þekkja veikindasögu þína.
  • Talaðu við aðra sem hafa fengið krabbamein. Þeir skilja hvað þú ert að ganga í gegnum. Kraftur býður til dæmis upp á stuðningsnet þar sem fólk sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu veitir jafningjastuðning.
  • Talaðu við fagaðila hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Þeir geta hjálpað þér með ýmsar spurningar og aðstoðað þig á ýmsan máta. Þar eru meðal annars hjúkrunarfræðingar, sálfræðingur, félagsráðgjafar og kynfræðingur.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu