Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Hvað er jafningjastuðningur?

Það eru fleiri en þú með krabbamein

Eitt af því sem reynst hefur fólki einstaklega vel sem er að takast á við krabbamein er að hitta aðra sem eru í sömu sporum. Það á einnig við um aðstandendur krabbameinsveikra. Það er enginn sem skilur þig eins vel og sá sem gengið hefur í gegnum svipaða reynslu.

Hjá Stuðningsneti Krafts og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er boðið upp á jafningjafræðslu bæði fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Kraftur býður upp á ýmsa stuðningshópa fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur. Þessir hópar hittast reglulega og deila sinni reynslu og fá ráð frá hver öðrum. Kraftur býður líka upp á lokaða umræðahópa á Facebook. Ljósið og Krabbameinsfélagið eru líka með ýmsa stuðningshópa sem og svæðafélög Krabbameinsfélagsins á landsbyggðinni.

Þetta gæti gagnast þér

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS