Skip to main content

Hvað er jafningjastuðningur?

Það eru fleiri en þú með krabbamein

Eitt af því sem reynst hefur fólki einstaklega vel sem er að takast á við krabbamein er að hitta aðra sem eru í sömu sporum. Það á einnig við um aðstandendur krabbameinsveikra. Það er enginn sem skilur þig eins vel og sá sem gengið hefur í gegnum svipaða reynslu.

Hjá Stuðningsneti Krafts og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er boðið upp á jafningjafræðslu bæði fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Kraftur býður upp á ýmsa stuðningshópa fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur. Þessir hópar hittast reglulega og deila sinni reynslu og fá ráð frá hver öðrum. Kraftur býður líka upp á lokaða umræðahópa á Facebook. Ljósið og Krabbameinsfélagið eru líka með ýmsa stuðningshópa sem og svæðafélög Krabbameinsfélagsins á landsbyggðinni.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu