Skip to main content

Góð ráð frá Ljónshjarta

Hér koma nokkur góð ráð frá Ljónshjarta  samtökum til stuðnings yngra fólki (20-50 ára) sem misst hefur maka og börnum þeirra:

  • Veldu þann félagsskap sem þú vilt vera í á erfiðum stundum. Sumir velja að vera með öðrum sem hafa misst en aðrir með ættingum eða vinum. Það er þín ákvörðun.
  • Ekki bíða eftir að aðrir muni eftir dögunum sem þú kvíðir. Hringdu heldur í þá sem þú vilt hafa með þér og minntu þá á. Þín sorg er ekki sorg allra í kringum þig og því ekki víst að þeir muni eftir henni. Þetta er rétti tíminn til að hringja í þá sem buðu fram aðstoð. Talaðu bara skýrt og segðu hvað það er sem þig vantar.
  • Gerðu það sem þú telur skipta máli fyrir þig þennan dag. Á afmælisdegi á ekki síður við að fagna lífi ástvinar þíns en að minnst dauða hans. Það má til dæmis gera eitthvað sem þið hefðuð gert saman.
  • Rifjaðu upp minningar. Taktu fram myndirnar og allt sem minnir þig á ástvin þinn. Kallaðu upp í hugann allar gleðistundirnar og erfiðu stundirnar, allt sem myndaði ykkar fallega samband. Þetta getur verið sársaukafullt til að byrja með en með tímanum fylla þær hugann af þakklæti og hlýju.
  • Þegar tilfinningarnar hellast yfir þig skaltu leyfa þeim að koma og ekki loka á þær.
  • Tjáðu þig. Segðu fjölskyldu þinni og vinum hvað þú treystir þér í hverju sinni.
  • Skipulegðu dagana fyrirfram. Þá veistu hvað er framundan og getur þannig komið í veg fyrir streitu og jafnvel fengið á tilfinninguna að þú hafir einhverja stjórn á aðstæðum. Vertu með plan A og plan B.
  • Þú gætir íhugað að koma þér upp nýjum hefðum til dæmis að minnast maka þíns og heiðra hann með einhverjum hætti á hátíðisdögum.
  • Fjölskyldan ætti að tala um hinn látna á hátíðum, segja af honum sögur eða minnast hans með öðrum hætti.
  • Vertu vinur þinn, ekki vera of hörð/harður við sjálfan þig.
  • Það má alveg fresta hátíðahöldum, þessir dagar koma aftur að ári. Þú mátt ákveða hvað er best fyrir þig. Þú mátt líka skipta um skoðun, oft ef þú vilt. Það er eðlilegt að finnast eins og maður eigi aldrei aftur eftir að njóta hátíðisdaga. Þessir dagar verða heldur aldrei eins og þeir voru. En flestir finna leiðir til að njóta hátíða aftur, með nýjum hefðum og gömlum.
  • Farðu vel með þig.
  • Ekki gera meira en þú treystir þér til.
  • Leyfðu öðrum að hjálpa þér og aðstoða. Við þurfum öll stuðning á erfiðum tímum.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu