Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Hafa krabbameinsmeðferðir áhrif á barneignir?

Krabbamein og krabbameinsmeðferð getur haft áhrif á frjósemi bæði hjá konum og körlum. Krabbameinslæknirinn þinn getur upplýst þig um möguleika þína á að eignast barn. Það er mikilvægt að spyrja hann um allt er viðkemur möguleikum þínum til barneigna í framtíðinni jafnvel þótt þú hafir ekki hugleitt þau mál þegar þú greindist. Afar mikilvægt er að ræða þessi mál áður en lyfja- eða geislameðferð hefst.

Þú þarft að velta fyrir þér eftirfarandi spurningum og jafnvel spyrja lækninn þinn:

  • Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að eignast barn? Hverjar eru væntingar þínar?
  • Munt þú geta eignast börn í framtíðinni?
  • Eru horfur þínar nógu góðar til að þú getir leyft þér að vonast eftir að verða móðir/faðir í framtíðinni?
  • Er óhætt fyrir þig að verða barnshafandi?

Þetta gæti gagnast þér

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS