Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Hvað á ég að taka með mér á spítalann?

Þú hefur kannski aldrei lagst inn á spítala og margt ungt fólk er í sömu sporum og þú. Í flestum tilfellum þarftu að deila stofu með öðru fólki, ýmist einum eða fleirum. Þú hefur því í raun kannski ekki mikið næði eða einkalíf og þú verður að taka tillit til stofufélaga þinna.

Þegar þú undirbýrð spítaladvölina er gott að taka með sér eftirfarandi:

  • Lyf og lyfjakort.
  • Inniskó og/eða kósýföt, sokka og slopp.
  • Koddann þinn ef þú notar að jafnaði ákveðinn kodda.
  • Tölvu og síma. Spítalinn býður upp á internettengingu.
  • Heyrnartól.
  • Náttföt ef þú vilt vera í þínum eigin.
  • Myndir af fjölskyldunni.
  • Góð krem, þitt eigið sjampó og snyrtidót. Lítill spegill gæti einnig komið sér vel.
  • Spil, krossgátublöð, bækur og tímarit.
  • Gott er einnig að taka með sér matvæli og drykkarföng sem þú vilt og getur borðað/drukkið á milli mála.

Þetta gæti gagnast þér

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS