Skip to main content

Hvað er geislameðferð?

Geislameðferð getur læknað sumar tegundir af krabbameinum, í öðrum tilvikum er hún notuð til að minnka einkenni. Geislameðferð er stundum beitt eftir skurðaðgerð til að draga úr líkunum á því að æxli taki sig upp aftur. Hún er líka oft notuð með lyfjameðferð. Við geislameðferð er notuð háorkuröntgengeislun eða rafeindageislun og er henni beint að æxlinu. Hver geislun tekur aðeins nokkrar mínútur og er hún sársaukalaus en hins vegar getur tímalengd geislameðferðar verið breytileg, allt frá einu skipti upp í nokkurra vikna daglega meðferð. Eftir meðferðina geta komið í ljós sársaukafullar aukaverkanir, jafnvel eftir nokkrar vikur.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu