Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Hvað er líknarmeðferð?

Líknarmeðferð miðar að því að bæta lífsgæði sjúklinga sem eru með lífshættulega sjúkdóma og fjölskyldna þeirra. Meðferðin felst í að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og andlegri þjáningu. Líknarmeðferð getur átt við snemma á veikindaferlinu samhliða annarri meðferð sem notuð er til að lina einkenni en jafnframt lengja líf.

Hugmyndafræði líknarmeðferðar:

  • Varðveitir lífið en lítur á dauðann sem eðlileg þáttaskil.
  • Áætlar ekki tímalengd lífs og hefur hvorki í hyggju að lengja né stytta líf.
  • Samþættir líkamlega, andlega og sálræna umönnun.
  • Styður sjúkling til að lifa eins innihaldsríku lífi og hægt er til lífsloka.
  • Styður fjölskyldu sjúklings, hjálpar henni að komast af á sjúkdómstímabili og í sorgarúrvinnslu eftir andlát.
  • Notar þverfaglega teymisvinnu til að takast á við þarfir sjúklings og fjölskyldu hans.
  • Bæta lífsgæði sem getur haft jákvæð áhrif á gang sjúkdóms.
  • Er viðeigandi snemma í sjúkdómsferlinu, samhliða annarri meðferð sem ætlað er að lengja líf. Meðferð getur falið í sér lyfja- og/eða geislameðferð ásamt þeim rannsóknum sem þarf til að gera einkennameðferð sem áhrifaríkasta.

Ýmsir aðilar annast líknarmeðferð.

Þetta gæti gagnast þér

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS