Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Hvað er lyfjameðferð?

Lyfjameðferð felur í sér gjöf frumueyðandi lyfja. Frumueyðandi lyf hafa áhrif á frumur í vexti, það er að segja truflun verður á frumumyndun og þær missa hæfileikann til að skipta og fjölga sér. Algengast er að fólk fái lyfjagjöf í æð en einnig getur það fengið töflur, inngjöf í vöðva, inn í kviðarhólf, undir húð eða í vökvarýmið umhverfis mænu. Í sumum tilvikum er fleiri en ein leið notuð. Það getur verið mismunandi hversu oft og í hversu langan tíma lyfjameðferðin er. Lyfjagjöfin getur staðið í nokkrar mínútur, klukkustundir eða nokkra daga í einu. Mjög misjafnt er hversu lengi lyfjameðferð er beitt. Meðferðin er oftast gefin á göngu- og dagdeildum en stundum krefst hún innlagnar á legudeild. Oft er geislameðferð og/eða lyfjameðferð notuð fyrir eða eftir skurðaðgerð til að auka árangur aðgerðarinnar og þar með líkur á bata.

Þetta gæti gagnast þér

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS