Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Hvað felst í endurhæfingu eftir greiningu krabbameins?

Til eru margs konar endurhæfingarúrræði sem miða að því að bæta líðan, auka sjálfsbjargargetu, sjálfstraust, þrótt og þrek. Þar má nefna hreyfingu, næringarráðgjöf, upplýsingar og ráðgjöf um réttindi og félagsleg úrræði, verkjameðferð, slökun, nudd, iðjuþjálfun, aðstoð við val hjálpartækja og viðtalsmeðferð af ýmsum toga. Mælt er með því að endurhæfing hefjist sem fyrst eftir að krabbamein greinist og haldi áfram eins lengi og hver og einn þarf á að halda. Gott er að setja sér markmið og gera eigin endurhæfingaráætlun og endurskoða hana reglulega þannig að tekið sé mið af breytilegum aðstæðum og þörfum. Það er hægt að fá aðstoð við að búa til endurhæfingaráætlun.

 • Hvað getur þú gert?
 • Hreyfðu þig reglulega þegar þú getur.
 • Forðastu hreyfingarleysi.
 • Hreyfðu þig í 20-30 mínútur á dag.
 • Gerðu styrktaræfingar, lyftu lóðum og þess háttar til dæmis tvisvar í viku.
 • Forgangsraðaðu verkefnum þannig að þú hafir orku til að takast á við verk sem skipta þig máli.
 • Leggðu áherslu á góðan nætursvefn.
 • Prófaðu að hugleiða eða fara í slökun. Þannig getur þú losað þig við streitu.
 • Talaðu við einhvern sem þú treystir um hvernig þér líður.
 • Passaðu að borða nóg og drekka nóg af vatni.
 • Mundu að allt sem þú gerir til endurhæfingar skiptir máli sama hversu lítil skref þú tekur.

Þetta gæti gagnast þér

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS