Skip to main content

Hvað segir Google?

Það eru bæði kostir og gallar við það að leita þekkingar og upplýsinga á Internetinu. Ef þú ákveður að leita upplýsinga um sjúkdóminn þinn og meðferð við honum vertu þá viss um að það sem þú lest sé eitthvað sem þú getur treyst.

Kostir:

Á vefnum er hægt að finna uppfærðar upplýsingar um mismunandi krabbameinssjúkdóma og krabbameinsmeðferðir. Athugaðu vel hvort það liggja vísindalegar rannsóknir að baki staðhæfinga. Þú getur meðal annars lesið sögur annarra sem gengið hafa í gegnum það sama og e.t.v. getur það gefið þér von og hvatningu.

Ókostir:

Þú getur ekki treyst því að allt sé satt og rétt sem þú finnur á netinu. Það sem þú lest getur gefið þér falskar vonir eða óþarfa áhyggjur.  Það geta komið fyrir mismunandi hugtök og merkingar sem getur verið erfitt að skilja auk þess sem þú getur auðveldlega misskilið þau. Það má finna ýmsar „kraftaverkasögur“ af „undralyfjum“ sem sagt er að lækni krabbamein en eiga ekki við vísindaleg rök að styðjast. Treystu ekki öllu því sem sagt er á netinu. Ef þú ert í vafa spurðu lækninn þinn.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu