Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Hvað veldur krabbameinum?

Krabbamein er flókið fyrirbæri og er margt sem getur haft áhrif á það. Þegar eru þekktir nokkrir mikilvægir áhættuþættir sem geta ýtt undir myndun krabbameina. Alkunna er að reykingar auka stórlega hættu á að fá ýmis krabbamein. Ef öll krabbamein eru tekin saman í einn hóp eru reykingar orsök um 20-30% allra krabbameina. En athugaðu að fæst krabbamein hjá ungu fólki eru tengd við lífshætti.

Ákveðnar tegundir vörtuveira (HPV-veira) geta valdið krabbameini í leghálsi. Sýking af völdum þessara veira er algeng og smitast við samfarir. Oftast gengur sýkingin yfir af sjálfu sér en hjá fáeinum veldur hún frumubreytingum í leghálsi kvenna sem geta þróast yfir í leghálskrabbamein.

Margir aðrir þættir eru þekktir sem geta aukið hættu á krabbameini. Útfjólubláir geislar sólarinnar og í ljósabekkjum geta ýtt undir myndun sortuæxla í húð og annarra húðkrabbameina. Fólk á norðurslóðum er mun berskjaldaðra fyrir þessu og er algengi húðkrabbameina á Norðurlöndum býsna hátt miðað við önnur lönd. Neysla áfengis getur aukið tíðni krabbameina meðal annars í ristli, brjóstum, munnholi, barkakýli, vélinda, brisi og lifur.

Á vinnustöðum geta verið krabbameinsvaldandi efni eins og tjöruefni, leysiefni, útblástur og fleira. Offita og ofþyngd er vaxandi vandamál og hefur verið sýnt fram á aukna tíðni krabbameina meðal þeirra sem glíma við þetta. Ýmsar matvörur geta valdið krabbameini svo sem unnar kjötvörur og mikil neysla rauðs kjöts. Hins vegar dregur neysla ávaxta og grænmetis úr áhættu og sama gildir um heilkorn. Hreyfing er einnig verndandi. Erfðir hafa áhrif á krabbameinsáhættu og má þar meðal annars nefna BRCA-genin.

Þetta gæti gagnast þér

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS