Skip to main content

Hvaða möguleika hef ég til að eignast börn?

Þau sem lokið hafa krabbameinsmeðferð og hafa ef til vill látið geyma egg eða sæði hafa möguleika á tæknifrjóvgun hjá Livio Reykjavík. Sumir hafa einnig leitað eftir þeirri þjónustu erlendis. Ýmsar meðferðir flokkast undir tæknifrjóvgun. Þær eiga það sameiginlegt að kynfrumur eru meðhöndlaðar utan líkamans. Ýmist bara sæðisfrumurnar eða bæði egg og sæði. Ættleiðing kemur einnig til greina en afar strangar kröfur eru gerðar hjá Íslenskri ættleiðingu þegar einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein sækja um að ættleiða barn.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu