Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Hverjar eru aukaverkanir krabbameinsmeðferða?

Krabbameinsmeðferðir reyna mjög á líkamann og fylgja þeim ýmsar aukaverkanir. Sumir fá miklar aukaverkanir meðan aðrir fá minni. Aukaverkanir geta varað í lengri eða skemmri tíma og sumir þjást af afleiðingunum til æviloka. Aukaverkanir geislameðferða koma oft 1-2 vikum eftir að meðferð hefst. Síðbúnir fylgikvillar krabbameinsmeðferðar geta komið fram löngu síðar.

Aukaverkanir geta verið mismunandi eftir einstaklingum sem og meðferðunum.

Aukaverkanir vegna lyfjameðferða geta verið: 

 • Þreyta
 • Ónæmiskerfið veikist og því hætta á að þú veikist auðveldlega af smitsjúkdómum og pestum
 • Bragðskynið minnkar eða breytist
 • Ógleði
 • Lystarleysi
 • Niðurgangur eða hægðatregða
 • Hármissir
 • Augnþurrkur og munnþurrkur
 • Heilaþoka/heilaslæða (e. chemobrain), til dæmis minnisleysi, einbeitingarleysi, athyglisskortur og málstol
 • Tannskemmdir
 • Doði í útlimum
 • Ófrjósemi
 • Áhrif á kynhvöt

Aukaverkanir vegna geislameðferðar

– geta komið fram 1-2 vikum eftir að meðferð hefst:

 • Rauð og þrútin húð
 • Brennd húð
 • Sogæðabjúgur
 • Þreyta
 • Ógleði eða skert matarlyst
 • Getur haft áhrif á beinmerg

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS