Skip to main content

Hverjir annast líknarmeðferðir?

Ýmsir fagaðilar annast líknarmeðferð:

  • Sérhæfð líknarþjónusta er veitt á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, af líknarteymi Landspítalans og HERU. Meðferðin felur í sér að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og andlegri vanlíðan og styðja við sjúklinga og fjölskyldur þeirra.
  • HERA sérhæfð líknarheimaþjónusta er hjúkrunar- og læknisþjónusta sem er ætluð þeim sem greinst hafa með lífsógnandi og/eða ólæknandi og langvinna sjúkdóma. Hlutverk þjónustunnar er að gera sjúklingum kleift að dvelja heima eins lengi og aðstæður leyfa.
  • Líknardeildin í Kópavogi er hugsuð sem tímabundið úrræði fyrir einstaklinga með alvarlega, langt gengna sjúkdóma, erfið og flókin einkenni og/eða vegna umönnunar við lok lífs.
  • Í dag-, göngu- og fimm daga deilda er veittur stuðningur við þá skjólstæðinga sem dvelja heima og njóta þjónustu frá HERU.
  • Á landsbyggðinni er veitt líknarþjónusta eftir aðstæðum á hverjum stað þar sem heilbrigðisstarfsfólk er í samstarfi við HERU sem veitir faglega ráðgjöf.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu