Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Hverjir annast líknarmeðferðir?

Ýmsir fagaðilar annast líknarmeðferð:

  • Sérhæfð líknarþjónusta er veitt á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, af líknarteymi Landspítalans og HERU. Meðferðin felur í sér að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og andlegri vanlíðan og styðja við sjúklinga og fjölskyldur þeirra.
  • HERA sérhæfð líknarheimaþjónusta er hjúkrunar- og læknisþjónusta sem er ætluð þeim sem greinst hafa með lífsógnandi og/eða ólæknandi og langvinna sjúkdóma. Hlutverk þjónustunnar er að gera sjúklingum kleift að dvelja heima eins lengi og aðstæður leyfa.
  • Líknardeildin í Kópavogi er hugsuð sem tímabundið úrræði fyrir einstaklinga með alvarlega, langt gengna sjúkdóma, erfið og flókin einkenni og/eða vegna umönnunar við lok lífs.
  • Í dag-, göngu- og fimm daga deilda er veittur stuðningur við þá skjólstæðinga sem dvelja heima og njóta þjónustu frá HERU.
  • Á landsbyggðinni er veitt líknarþjónusta eftir aðstæðum á hverjum stað þar sem heilbrigðisstarfsfólk er í samstarfi við HERU sem veitir faglega ráðgjöf.

Þetta gæti gagnast þér

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS