Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Hvað með foreldra mína?

Krabbamein er fjölskyldusjúkdómur og það hefur mikil áhrif á foreldra þína hvernig sem samband þitt við þá er. Margir foreldrar verða hræddir og óöruggir þegar barnið þeirra greinist með krabbamein. Við þessar aðstæður verða foreldrar oft mjög meðvirkir og ofvernda í einhverjum tilfellum og taka jafnvel stjórnina sem þér kann að þykja óþægilegt. Mundu að þau eru öll af vilja gerð og það er góður hugur sem býr að baki. En ef þér finnst of langt gengið þarftu að setja mörk og ræða það við þau.

Krabbamein hefur ekki bara áhrif á tilfinningar og heilsu heldur líka á ýmsa utanaðkomandi þætti eins og atvinnu, skóla og fjárhag. Foreldrar reyna að aðstoða eins mikið og þeir geta en mismunandi er hvernig bakland hvers og eins er.

Þetta gæti gagnast þér

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2022 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS