Skip to main content

Hvernig er krabbamein greint?

Einkenni krabbameina geta verið mismunandi eftir upprunastað. Ef einkenni vekja grun um krabbamein þarf að gera rannsóknir til að staðfesta þann grun eða eyða honum. Blóðrannsóknir hafa takmarkað gildi við greiningu krabbameina að minnsta kosti enn sem komið er. Ýmiss konar myndgreiningarannsóknir eru notaðar til að finna mein og skoða útbreiðslu þeirra. Þetta geta eftir atvikum verið röntgenrannsóknir, ómskoðanir, tölvusneiðmyndir, segulómanir eða jáeindaskönnun. Holspeglanir, svo sem maga- og ristilspeglun og kviðsjárspeglun, eru í vaxandi mæli notaðar til greiningar á krabbameini. Í gegnum speglunartæki er hægt að taka vefjasýni til smásjárskoðunar. Einnig eru vefjasýni oft tekin með skurðaðgerð, eða við ástungu með nál en endanleg greining krabbameins er byggð á smásjárskoðun á frumusýnum eða vefjasýnum.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu