Eftir greiningu krabbameins taka við mismunandi meðferðir og fer það allt eftir krabbameininu hvað er gert. Þó er líklegt að þú eigir eftir að vera með annan fótinn inni á spítala, ýmist inniliggjandi eða í meðferð á göngudeild.
Svona getur krabbameinsferlið litið út:
- Þú ferð til læknis vegna ákveðinna einkenna.
- Læknirinn skoðar þig og sendir ýmis gögn og sýni til rannsókna.
- Þú færð að vita að þú ert með krabbamein.
- Kannski þarftu að fara í fleiri rannsóknir.
- Meðferð hefst, ýmist skurðaðgerð, lyfjameðferð og/eða geislameðferð.
- Læknar munu fylgjast með hvernig meðferðin gengur og taka ákvörðun um framhaldið út frá svörun meðferðar.
- Eftir meðferð er eftirfylgni í nokkur ár.
- Endurhæfing er nauðsynleg frá byrjun meðferðar og allan tímann sem ferlið tekur. Hún miðast við aðstæður þínar og heilsu á hverjum tíma.