Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Hvernig er krabbameinsferlið?

Eftir greiningu krabbameins taka við mismunandi meðferðir og fer það allt eftir krabbameininu hvað er gert. Þó er líklegt að þú eigir eftir að vera með annan fótinn inni á spítala, ýmist inniliggjandi eða í meðferð á göngudeild.

Svona getur krabbameinsferlið litið út: 

  1. Þú ferð til læknis vegna ákveðinna einkenna.
  2. Læknirinn skoðar þig og sendir ýmis gögn og sýni til rannsókna.
  3. Þú færð að vita að þú ert með krabbamein.
  4. Kannski þarftu að fara í fleiri rannsóknir.
  5. Meðferð hefst, ýmist skurðaðgerð, lyfjameðferð og/eða geislameðferð.
  6. Læknar munu fylgjast með hvernig meðferðin gengur og taka ákvörðun um framhaldið út frá svörun meðferðar.
  7. Eftir meðferð er eftirfylgni í nokkur ár.
  8. Endurhæfing er nauðsynleg frá byrjun meðferðar og allan tímann sem ferlið tekur. Hún miðast við aðstæður þínar og heilsu á hverjum tíma.

Þetta gæti gagnast þér

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS