Sjúkratryggingar Íslands greiða 65% af þeim kostnaði sem felst í eftirfarandi frjósemisverndandi úrræðum:
- Eggheimtu og frystingu eggfruma.
- Þýða og frjóvga egg.
- Ástungu á eista og frystingu sáðfruma
- Geymslu á frystum fósturvísum, eggfrumum og sáðfrumum.
Þetta greiðsluhlutfall Sjúkratrygginga Íslands miðast EINUNGIS við konur og karla með yfirvofandi ófrjósemisvandamál sem gætu komið vegna lyfjameðferðar, geislameðferðar eða beinmergsflutnings sem nú þegar hefur ekki átt sér stað (eftir 2019). Breyting varð á reglugerðinni um áramótin 2019 og gildir nú fyrir barnlaus pör og einhleypar konur sem og pör og einhleypar konur sem eiga barn fyrir sem áður fengu enga niðurgreiðslu.
Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða 5% af fyrsta skipti í glasafrjóvgun (IVF) og smásjárfrjóvgun (ICSI) en 30% af öðru skipti.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Krafti.
Hér er hægt að lesa nánar um reglugerðina hjá Sjúkratryggingum Íslands en það skal ítrekað að ef gjaldskrá Livio ber ekki saman við gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, gildir gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. Sjá gjaldskrá Livio hér.