Skip to main content

Hvernig getur hugleiðsla hjálpað?

Hugleiðsla hjálpar mjög mörgum að slaka á og átta sig betur á sínum eigin hugsunum. Það eru óteljandi hugleiðslur til með möntrum, hreyfingum eða göngum. Til eru smáforrit og vefsíður með ókeypis hugleiðslu, prófaðu að velja þér hugleiðslu sem hentar þér.

Prófaðu að hugleiða í 10 mínútur á dag í 7 daga og finndu muninn.

  • Sittu í þægilegri stöðu með bakið beint og fylgstu með andardrættinum án þess að breyta.
  • Fylgstu með því hvernig hugsanir koma og fara, leyfðu þeim að fljóta hjá eins og ský á himni og dragðu aftur og aftur athygli að önduninni, líkamanum, núinu.
  • Leyfðu tilfinningum og skynjunum að koma og fara og finndu þig samþykkja allt sem þú skynjar. Samþykkið er grunnur að allri breytingu.

Þú getur líka prófað að sækja snjallforritið (app) Headspace en það inniheldur 30 daga hugleiðsluprógram fyrir krabbameinsgreinda.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu