Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Hvernig tékka ég á frjósemi minni?

Konur

Hægt er að gangast undir mat á frjósemi til dæmis hjá Livio Reykjavík. Mat á frjósemi hefur tvö markmið. Annars vegar að kortleggja vandamálið og finna út úr því hvað og hvort eitthvað sé að. Hins vegar að ráðleggja hverjum og einum hvaða möguleikar séu í stöðinni til að eignast barn.

Karlmenn

Eftir að lyfjameðferð lýkur þá geturðu látið tékka á frjósemi þinni til dæmis hjá Livio Reykjavík. Við mat á ófrjósemi karla þarf alltaf að gera sæðisrannsókn. Prufan er skoðuð með tilliti til fjölda sæðisfruma og hreyfanleika þeirra. Ef ekki eru neinar frumur í sýninu verður að leita annarra leiða til að finna þær. Ef grunur er um að einhver hindrun sé á leið frumanna úr eistunum er reynt að ná þeim beint frá eistunum gegnum nál og er það er gert í staðdeyfingu.

Þetta gæti gagnast þér

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS