Það getur verið gott fyrir þig að skrifa niður hvernig þú vilt láta kveðja þig og hafa þá eftirfarandi m.a. í huga:
- Viltu að útför/kveðjuathöfn þín verði borgaraleg eða kirkjuleg?
- Ertu með óskir um í hvernig húsnæði þú vilt hafa útför þína?
- Ef þú gætir ávarpað gestina í kirkjunni/samkomustaðnum hvað myndir þú vilja segja þeim?
- Hvernig viltu láta ávarpa þig í minningarorðunum (fullt nafn eða gælunafn)?
- Hvaða lög eða tónlist og flytjendur vilt þú að verði í jarðarförinni þinni?
- Viltu verða grafin(n) eða brennd(ur)?
- Viltu erfidrykkju og ef svo hvernig viltu hafa hana?
- Hverjir eiga að undirrita dánartilkynninguna?